Möguleikar á námi eða starfi erlendis

19.sep.2022

Í dag var komið að fyrsta uppbroti vetrarins. Það var kynning frá Rannís um alla þá möguleika sem ungt fólk hefur í dag til að dvelja erlendis um tíma í námi eða starfi. Þar er svo sannarlega margt í boði. Það má t.d. nefna skiptinám & starfsnám á vegum Erasmus+, nám á eigin vegum, sjálfboðaliðastörf eða samfélagsverkefni.

Vefsíðan farabara.is var kynnt en þar er hægt að finna gagnlegar upplýsingar um lönd sem hægt er að sækja styrki til. Þá var líka sagt frá því hvernig hægt sé að búa til rafræna ferilskrá á europass.is á 30 mismunandi tungumálum.

Þá fengum við kynningu á öllum þeim möguleikum sem eru í boði varðandi sjálfboðaliðastarf. Þar er svo sannarlega margt í boði. Á vefsíðunni European Youth Portal er hægt að finna margs konar upplýsingar er varða sjálfboðaliðastörf. Instagram reikningurinn Eurodesk Iceland inniheldur líka mikið af gagnlegum upplýsingum fyrir þá sem vilja fara erlendis í nám eða starf.

Við þökkum þeim Óla Erni og Ara frá Rannís  kærlega fyrir skemmtilega og gagnlega kynningu og hvetjum okkar fólk til að kynna sér alla þá möguleika sem í boði eru.

 

 

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...